Umsagnir

"Strax eftir kynningu hjá Kevin notaði ég Sunduggann á eldri nemendur sem hafa átt í erfiðleikum hjá mér. Og það var frábært að sjá viðbrögðin, einn strákur í 7. bekk sem hefur verið í basli hjá mér fékk þvílíkt sjálfstraust og synti bringusund, skriðsund og baksund með bros á vör. Og sagði svo lafmóður þegar hann fór upp úr. "Þetta var gaman nú var jafnvægið miklu betra hjá mér." Þetta var hans tilfinning. Annar drengur í 5. Bekk sagði þegar ég tók Uggann eftir tímann; "má ég kannski fá að nota þetta aftur í næsta tíma?" Fyrsta upplifun mín af þessu hjálpartæki var að krakkarnir finna sjálf strax árangur þegar maður er að leiðrétta þau. Einhverfur nemandi hjá mér sem hefur átt mjög erfitt með að samþykkja hjálpartæki náði að synda margar ferðir á maga og baki án þess að Ugginn pirraði hann nokkuð :-) . Ég hlakka til að vinna áfram með Uggann sem virkar mjög hvetjandi bæði á nemendur og kennara því hvað er skemmtilegra en sjá ánægða nemendur fyllast gleði og sjálfstrausti í verkefnum sem hafa reynst þeim erfið."

- Erla
Íþróttakennari

"Swimfin er frábært hjálpartæki sem kemur til með að gera börn og unglinga að betri sundmönnum og gerir sundið í leiðinni mun skemmtilegra. Swimfin gerir það að verkum að börnin ná betri líkamslegu í vatninu og þvælist ekki fyrir í sundtökum. Sem þjálfari og foreldri mæli ég eindregið með Swimfin."

- Guðmundur Hafþórsson
Yfirþjálfari Sunddeildar KR og Formaður Hið Íslenska Sundþjálfara Sambands.

"Frábær vara ! Sjálfsöryggi dóttur minnar jókst mjög mikið í vatninu fyrir utan að það er svo gaman að fara í höfrungaleiki."

- Berglind

"Alveg ótrúlegt tæki, 4ra ára gamall sonur minn er búinn að basla með armkútana endlaust sem bara hefur látið hann fljóta en eftir að hann prófaði sunduggann þá fór hann að hreyfa sig og byrja að synda og raunverulega komast áfram í vatninu án hindranna. Sundið er nú orðið skemmtilegt og sjálfstraustið hefur margfaldast."

- Reynir

"The SwimFin is possibly my best buy ever. Bought it for my 6 year old daughter who used it for half a day and could swim."

- Kevin (Teeside)

I would recommend this for any child learning to swim. the SwimFin is absolutely amazing.

- A. Zahir (London)