Spurt & Svarað - Leiðbeiningar

Fyrir hvaða aldur hentar SwimFin ?
SwimFin hentar börnum frá 3ja-4ja ára aldri eftir stærð og þroska.
Höfum einnig heyrt frá foreldrum sem hafa notað þetta á 2ja ára börnin sín og jafnvel yngri. Við vitum það fyrir víst að yngsta barnið til að nota SwimFin án aðstoðar var 15 mánaða. Við mælum eindregið með því að ef þú velur að nota SwimFin að þú aðstoðir barnið þitt í fyrstu eða þar til það áttar sig á hvernig þetta virkar. Um leið og þau eru fær um að beita sér og finna hvernig SwimFin virkar þá vonandi finna þau frelsið og gamanið byrjar. Sum börn ná þessu strax en hjá yngri börnum og börnum með minna öryggi í vatni getur þetta tekið örlítið lengri tíma. Það eru engar einar reglur um hvernig á að nota SwimFin, það ætti að vera náttúruleg framför þegar þau segja þér að sleppa.

Eru til leiðbeiningar hvernig á að nota SwimFin ?
Nei. Um leið og þú skilur tilgang SwimFin þá er það þitt að kenna hvernig á að festa það á og hvernig á að nota. Hvernig þetta virkar á vissum aldri og getu er mjög mismunandi milli barna. Það eru engin vísindi að vera með barn í vatni, hvernig SwimFin virkar fyrir öruggt 3ja ára barn er allt öðruvísi en fyrir minna öruggt barn á sama aldri og það sama gildir fyrir mismunandi sund hæfileika.

Hvernig á vera með SwimFin á sér ?
Best er að vera með SwimFin eins ofarlega og hægt er því ef það er of neðarlega er hætta á að það velti barninu framfyrir sig. Við mælum með að efri ólin sé þvert yfir brjóstkassann.

Má ég setja SwimFin að framnverðu ?

- NEI! ALLS EKKI AÐ FRAMAN.

Ef þú gerðir þetta þá myndi það gera litla barninu virkilega erfitt fyrir að ná góðri og uppréttri stöðu í vatninu.

Ólarnar eru of stórar, hvað get ég gert ?
Þá getur þú fest stytt þær með því að festa franska rennilásinn saman í einskonar lykkju til að stytta ólina.

Ólarnar eru of litlar, hvað get ég gert ?
Ólarnar sem fylgja með passa á flesta frá börnum uppí fullorðna þar sem þær eru gerðar úr mjúku teygjanlegu efni. Þar sem æ fleiri fullorðnir og stærri börn eru að nota SwimFin höfum framleitt stærri ólar sem hægt er að kaupa hér.

Er hægt að fá auka ólar ?
Já það er hægt.

Ef um stærri pantanir er um að ræða þá er hægt að hafa samband við info@sunduggi.is eða gsm. Dúna 8451825, Sturlaug gsm. 8960162.

Svona notar þú Sunduggann

  • Sunduggi á alltaf að vera á bakinu.
  • Efra band yfir brjóstkassa, strekkja þétt og merkið snýr fram.
  • Virkar sem kútur, mest í lóðréttri stöðu, óþarfi að nota armkúta með.
  • Stuðlar að réttri líkamsstöðu barnsins.
  • Gott jafnvægi, hendur og fætur frjálsar.
  • Með yngstu börnin er gott að vera með þau fyrir framan sig og láta þau halda í fingurna á sér þannig að þau sjái mann og draga þau þannig um laugina og leyfa þeim að finna hvernig Sundugginn virkar.
  • Sunduggi snýr ofan í vatnið þegar barnið er á bakinu.
  • Aldrei skilja barn eftir án eftirlits.
  • Skola böndin með köldu vatni eftir notkun.