Um Okkur

SwimFin er fyrsta alvöru bylting í formi öryggis- og kennslutækja í sundi í áratugi. Með því að vera með SwimFin á bakinu fær barnið mun meira frelsi í hreyfingum í vatninu. Ásamt því að veita það flot sem þarf og hjálp við að ná betri líkamsstöðu í vatninu sem gerir sundið mun auðveldara. Aðrar gerðir af kútum eiga það til að halda barninu uppréttu í vatninu sem gerir sundið erfiðara. SwimFin á hinn bóginn veitir þann stuðning sem þarf og fær barnið meiri frelsis tilfinningu í vatninu sem virkar hughreystandi, hvetjandi og skemmtilegt.

Eins og áður segir þá færðu þann stuðning sem þarf með SwimFin. Eftir því sem barnið er dýpra í vatninu þeim mun meiri stuðning fær það frá SwimFin því að þá er SwimFin einnig dýpra. Virkar eins og þegar bolta er ýtt niður í vatn. Svo á hinn bóginn þegar þú ert lengra komin(n) í sundi þá þarftu minni stuðning því þú ert hærra í vatninu og þar af leiðandi er SwimFin meira upp úr vatninu. SwimFin hentar því fyrir öll stig í sundi.

Það er staðreynd að mannslíkaminn flýtur, við sökkvum ekki til botns í lauginni og skríðum þar eins og krabbar. Mörg önnur flotholt veita of mikið flot sem lyftir líkamanum óeðlilega í vatninu og að auki ef það er notað á rangan hátt getur það ýtt barninu framfyrir sig og með andlitið í vatnið þar sem fætur koma uppúr vatninu (sem í flestum tilfellum hræðir barnið). Þar sem SwimFin er aðallega lóðrétt þá virkar það í samræmi við flot líkamans.

Sagan

Saga SwimFin hófst fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Kevin Moseley var einka sundkennari seint á áttunda áratug síðustu aldar. Í gamni tók hann nokkur gömul frauð flot og útbjó ugga sem hægt var að festa á bakið á sér. Í lok kennlustunda með hóp af krökkum setti hann uggann á sig í nokkrar mínútur í "leik-tíma” til að verðlauna þau fyrir góða frammistöðu í tímanum. Krökkunum þóttu þessir tímar alltaf frábærir. Kevin elti krakkana í grunna enda laugarinnar og þegar þau voru að flýja "hákarlinn” í lauginni fékk hann þau til að nota þau sundtök sem þau höfðu verið að læra.


Þessi frumgerð af SwimFin var sú eina í mörg ár. Svo fyrir tilviljun heyrði Kevin af sjónvarpsþætti á BBC, "Dragon’s Den” þar sem verið var að leita að þátttakendum fyrir þáttinn. Af forvitni sótti Kevin um og flaug í gegn með hugmyndina sína. Áður en hann vissi af var honum boðið í London myndver BBC þar sem hann sagði hugsanlegum fjárfestum "Dragons” frá SwimFin. Á nokkrum stuttum vikum hafði hann undirbúið viðskiptaáætlunina og "vörn” fyrir SwimFin hugmyndina sína nógu öfluga til að takast á við mótbárur. Það var ekki fyrr en Kevin hafði klárað þetta að hann áttaði sig á hversu góða vöru hann var með. Nokkrir fjárfestana samþykktu og buðust til að fjárfesta í SwimFin. Þessu var lítillega gerð skil í sjónvarpi en Kevin ákvað hinsvegar að hafna boði um 50% hlut. Fjárfestunum leist svo vel á SwimFin að þeir vildu fá stóra sneið af kökunni en Kevin neitaði þeim kurteisislega. Eftir nokkra fundi með öðrum hugsanlegum fjárfestum sem allir vildu 50% hlut ákvað Kevin að fjármagna vöruna sjálfur.

Síðan þá hefur verið mjög erilsamt hjá Kevin Moseley og SwimFin. Varan hefur verið endurhönnuð og betrumbætt til muna. Áður en varan gat farið í fjöldaframleiðslu varð að prófa SwimFin í þaula til að ganga úr skugga um að hún uppfyllti alheims öryggis staðla. Einkaleyfi varð að vera öruggt og vörumerkið skráð. Öll þessi mikla vinna er nú að bera ávöxt.

SwimFin er nú selt í yfir 100 löndum.